Önnur næringarefni

Landskönnun á mataræði Íslendinga 2019–2021

ÖNNUR NÆRINGAREFNI

Niðurstöður fyrir vítamín og steinefni
Hlutfallsleg dreifing á næringarefnaþörf einstaklinga (SD= Staðalfrávik).
Á myndinni má sjá hlutfallslega dreifingu á næringarefnaþörf eins og vítamína eða steinefna. Einstaklingar hafa mismikla þörf fyrir næringarefni, samanber einstakling 1 og einstakling 2 á myndinni. Ráðlagður dagskammtur er reiknaður þannig að í það minnsta 97,5% fullnægi örugglega þörf sinni (meðalþörf plús tvö staðalfrávik). Meðalþörf á myndinni er meðalþörf hópsins, eða það magn sem flestir þurfa á að halda.
eru birtar án fæðubótarefna, nema fyrir magn D-vítamíns auk fólats fyrir konur á barneignaraldri. Í þessum tilfellum er tekið tillit til neyslu allra fæðubótarefna sem innihalda þessi vítamín þar sem þetta eru einu næringarefnin sem ráðlagt er að taka sem fæðubótarefni. Neysla flestra vítamína og steinefna er að meðaltali yfir ráðlögðum dagskammti. Undantekning er neysla á D-vítamíni hjá þeim sem ekki taka lýsi eða D-vítamíntöflur, en einnig fólat og joð. Meðalneysla þessara efna er undir ráðlögðum dagskammti. Önnur efni sem vert er að horfa til eru C-vítamín, kalk og járn ásamt salti (NaCl) en hluti þátttakenda fær of lítið af þessum næringarefnum fyrir utan saltið.

MIKILVÆGT AÐ MUNA EFTIR D-VÍTAMÍNINU

Meðalneysla á D-vítamíni úr fæðu (án lýsis) er tæplega 5 míkrógrömm á dag. Rúmlega helmingur þátttakenda (55%) tekur inn D-vítamíngjafa fjórum sinnum eða oftar í viku samkvæmt tíðnispurningalista. Meðalneysla úr fæðu að viðbættum fæðubótarefnum gefa að meðaltali 21 míkrógramm á dag. Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns er 15 míkrógrömm fyrir 18–70 ára og 20 míkrógrömm fyrir 71 árs og eldri. Tæplega helmingur þátttakenda nær ekki ráðlögðum dagskammti. Þá má benda á að þau 5% sem neyta mest af D-vítamíni eru hátt yfir ráðleggingunni, eða fá 57 míkrógrömm eða meira á dag en efri mörk öruggrar neyslu fyrir D-vítamín eru 100 míkrógrömm á dag.

Ekki er munur á neyslu karla og kvenna á D-vítamíni, en yngstu aldurshóparnir neyta þó minna D-vítamíns en þeir eldri. Þannig eru um 75% karla og 65% kvenna sem ekki ná að fullnægja ráðlögðum dagskammti í yngsta aldurshópi karla og kvenna á meðan tölurnar eru undir 50% fyrir hina hópana.

D vítamín úr mat og með fæðubótarefnum

1 Ráðlagður dagskammtur D-vítamíns er 15 µg fyrir 18–70 ára og 20 µg fyrir 71 árs og eldri.
Mynd 27. Dreifing og meðaltal D-vítamíns úr mat og með fæðubótarefnum

1 Egg (4%), mjólk og mjólkurvörur (3%), kornvörur (2%) o.fl.
2 Annað feitmeti er smjörlíki, smjör og smjörvörur.
Mynd 28. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til D-vítamínneyslu, með fæðubótarefnum

NEYSLU Á FÓLATRÍKUM MATVÆLUM MÁ AUKA

Meðalneysla á B-vítamíninu fólati er undir ráðleggingum, sérstaklega meðal kvenna, en ráðlagður dagskammtur fyrir fólat er 300 µg á dag og 400 µg á dag fyrir konur á barneignaraldri. Um helmingur kvenna nær ekki meðalþörf (200 µg á dag) fyrir vítamínið úr fæðunni einni saman og 34% karla. Fólat er helst að finna í grænmeti, hnetum, baunum, sumum tegundum ávaxta og morgunkorni. Þegar fæðubótarefni reiknast með niðurstöðunum fyrir konur á barneignaraldri, ná 30% þeirra  ráðlögðum dagskammti. Í heildina taka 12% kvenna á barneignaraldri inn fólat sem fæðubótarefni.

1 Drykkir, nema mjólkurvörur: Gos- og svaladrykkir ásamt íþrótta- og orkudrykkjum og hreinum söfum.
2 Kökur og kex (3%), fiskur og annað sjávarfang (2%), sósur og súpur (2%), næringardrykkir og próteinvörur (2%) o.fl.
Mynd 29. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til neyslu á fólati, án fæðubótarefna

Fólat, konur 18-45 ára

Mynd 30. Dreifing og meðaltal fólatneyslu sem hlutfall af ráðlögðum dagskammti (400µg) hjá konum á barneignaraldri (18–45 ára) (N=183) úr fæðu og fæðubótarefnum

1 Drykkir, nema mjólkurvörur: Gos- og svaladrykkir ásamt íþrótta- og orkudrykkjum og hreinum söfum.
2 Ostar (5%), aðrar kornvörur (4%), egg og eggjavörur (3%), kjöt og kjötvörur (3%), næringardrykkir og próteinvörur (2%) o.fl.
Mynd 31. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til neyslu á fólati meðal kvenna á barneignaraldri (18–45 ára), reiknað með fæðubótarefnum

 

NEYSLA Á JOÐI HEFUR MINNKAÐ Joðneyslan hefur minnkað talsvert frá því í síðustu landskönnun. Neyslan fór úr 167 mikrógrömmum 2010–2011 í 134 míkrógrömm að meðaltali á dag, aðallega vegna minni mjólkurneyslu og vegna lítillar fiskneyslu í yngsta aldurshópi kvenna. Um einn fjórði þátttakenda nær ráðlögðum dagskammti af joði, sem er 150 míkrógrömm á dag. Meðaljoðneysla er undir ráðlögðum dagskammti hjá 80% kvenna og 60% karla, en 24% kvenna í yngsta aldurshópnum eru undir lágmarksþörfLágmarksþörf (e. lower intake level, stytt í LI) segir til um minnsta magn sem kemur í veg fyrir skortseinkenni eða hörgulsjúkdóm. Hlutfall hópsins sem neytir minna magns af næringarefni en LI segir til um, á þess vegna á hættu að skortseinkenni þróist. á joði (70 µg).

Mynd 32. Dreifing og meðaltal joðneyslu sem hlutfall af ráðlögðum dagskammti (150 µg) 2010–11 og 2019–21
Helmingur þátttakenda fékk meira en 124 míkrógrömm af joði á dag, eða 83% af ráðlögðum dagskammti 2019–2021. Þau 5% sem fengu minnst af joði fengu minna en helming af ráðlögðum dagskammti. Þau 5% sem fengu mest fengu 150% af ráðlögðum dagskammti, en enginn hærra en 396 míkrógrömm á dag, en efri mörk öruggrar neyslu fyrir joð eru 600 µg á dag.


1 Kornvörur (4%), sælgæti og sykur (3%), grænmeti (3%), kjöt og kjötvörur (3%), drykkir, nema mjólkurvörur (2%) o.fl.
Mynd 33. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til joðneyslu

Þeir karlar sem borða fisk a.m.k einu sinni í viku og konur sem borða fisk tvisvar í viku ná að meðaltali ráðlögðum dagskammti fyrir joð.

MJÓLK OG MJÓLKURVÖRUR ERU ENN HELSTU KALKGJAFARNIR

Meðalneysla á kalki (kalsíum) hefur minnkað frá síðustu könnun um 2%, sem endurspeglar fyrst og fremst minni mjólkurneyslu. Meðalneysla á kalki var 923 milligrömm á dag í síðustu landskönnun en er nú 907 milligrömm á dag. Flestir karlar, eða 72%, ná ráðlögðum dagskammti, sem er um 800 milligrömm af kalki á dag, og 46% kvenna. Meðal kvenna fær yngsti aldurshópurinn mest af kalki, en 67% ná ráðlögðum dagskammti.

1 Drykkir, nema mjólkurvörur: Gos- og svaladrykkir ásamt íþrótta- og orkudrykkjum, hreinum söfum og jurtadrykkjum.
2Kökur og kex (4%), ávextir, ber, hnetur og fræ (3%), sælgæti og sykur (3%), næringardrykkir og próteinvörur  (3%) o.fl.
Mynd 34. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til neyslu kalks

 

Þeir 14 þátttakendur sem neyttu ekki mjólkurvara samkvæmt tíðnispurningalista og borðuðu heldur ekki ost á skráningardögunum fengu að meðaltali um 420 milligrömm af kalki á dag úr fæðunni.

NEYSLA Á C-VÍTAMÍNRÍKUM FÆÐUTEGUNDUM MÆTTI VERA MEIRI

Meðalneysla á C-vítamíni hefur minnkað frá síðustu könnun, þegar hún var 102 milligrömm á dag, en er nú 79 milligrömm á dag og hefur því minnkað um 23%. C-vítamín er mikilvægt til að mynda bandvef (kollagen) í líkamanum og ýmis hormón og boðefni fyrir heila og taugakerfið.

Um helmingur nær ekki ráðlögðum dagskammti af C-vítamíni (75 milligrömmum á dag), sem kemur aðallega til af því að dregið hefur úr neyslu á ávöxtum og berjum. Meðalþörf karla er 60 milligrömm á dag og eru um 40% karla undir því viðmiði og 26% kvenna, en meðalþörf þeirra er 50 milligrömm á dag.  

1 Gos- og svaladrykkir ásamt íþrótta- og orkudrykkjum.
2 Mjólk og mjólkurvörur (2%), kornvörur (1%), sósur og súpur (1%) og næringardrykkir og próteinvörur (1%).
Mynd 35. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til neyslu á C-vítamíni

 

FYLGJAST ÞARF VEL MEÐ NEYSLU Á MATVÖRUM SEM INNIHALDA JÁRN

Járn er víðast hvar af skornum skammti í fæði fólks og sérstaklega þarf að huga að börnum og konum á barneignaraldri vegna aukinnar járnþarfar þeirra. Járn er mikilvægt næringarefni fyrir súrefnisflutning í blóðinu, ónæmiskerfið og einnig heila- og taugaþroska barna. Neysla járns var 10,9 milligrömm að meðaltali á dag í síðustu könnun en er nú 9,1 milligramm. Minni neysla sást einnig hjá konum á barneignaraldri, eða 8,9 milligrömm á dag nú borið saman við 10,3 milligrömm á dag í síðustu könnun. Ráðlagður dagskammtur er hærri fyrir konur á barneignaraldri (15 milligrömm á dag) en aðra fullorðna (9 milligrömm á dag), en engin kona náði því viðmiði.

Meðal þeirra sem borðuðu kjöt, jókst járnneysla því oftar sem kjöt var á borðum. Þau sem sögðust borða kjöt daglega eða oftar fengu 10,4 milligrömm af járni borið saman við 8,6 milligrömm hjá þeim sem borðuðu aldrei kjöt.

1 Drykkir, nema mjólkurvörur: Gos- og svaladrykkir ásamt íþrótta- og orkudrykkjum, hreinum söfum og jurtadrykkjum.
2 Ávextir og ber (4%), egg (3%), næringardrykkir og próteinvörur (3%), fiskur og annað sjávarfang (2%), sósur og súpur (2%), snakk (2%) o.fl.
Mynd 36. Hlutfallslegt framlag fæðuflokka til neyslu á járni

 

SALT

Natríum er annar hluti matarsalts (natríumklóríð) og er 39,3% af þyngd þess. Þá er natríum einnig hluti af ýmsum aukefnum sem notuð eru í mat. Natríumi er því bætt við flestan mat, ýmist í matvælaframleiðslu eða matreiðslu. Magn natríums í fæði fólks fer eftir fæðuvali og matreiðslu og því hversu miklu salti er stráð yfir matinn á disknum. Í landskönnun er miðað við áætlað meðalmagn af salti við matreiðslu samkvæmt algengum uppskriftum og uppgefið magn í tilbúnum réttum. Það er ekki tekið tillit til þess salts sem hugsanlega er stráð á diskinn og eins er ekki tekið mið af því hversu mikið er raunverulega saltað við matreiðslu. Þess vegna þarf að taka niðurstöðurnar fyrir natríum með fyrirvara, og gera má ráð fyrir að neyslan sé nokkuð hærri en niðurstöðurnar gefa til kynna. Meðalneyslan  samsvarar nú um 6,7 grömmum af salti (2,7 grömmum af natríum) á dag hjá konum en um 9,0 grammi af salti (3,6 grömmum af natríum) á dag hjá körlum. Það er svipað og í síðustu könnun. Samkvæmt ráðleggingum um mataræði er æskilegt að neysla matarsalts sé undir 6 grömmum á dag. Áætlað er að um 28% af natríum í fæði landsmanna komi úr matarsalti og öðru söltu kryddi og krafti sem notuð eru í matseld, 19% úr kornvörum, þar af 12% úr brauði, 16% úr kjötvörum, 9% úr ostum og 8% úr sósum og súpum.